Gull-Þóris saga (oft líka nefnd Þorskfirðinga saga) er ein af Íslendingasögum og segir hún frá Gull-Þóri Oddssyni, höfðingja í Þorskafirði, og deilum hans við Hall nágranna sinn.
Í upphafi sögunnar segir frá því þegar Þórir kemur til Íslands með föður sínum, Oddi skrauta. Þeir settust að í Þorskafirði. Þórir fór síðar utan í hernað ásamt Hyrningi syni Halls á Hofstöðum og eignaðist mikið gull á Finnmörk, þegar hann vann á drekum sem þar voru í helli norður við Dumbshaf, en hann var hið mesta afarmenni. Þegar þeir komu aftur til Íslands vildi Hallur fá hlut af gullinu fyrir hönd sonar síns en Hyrningur var sáttur við sinn hlut. Af þessu urðu deilur miklar milli Halls og Þóris og vígaferli. Fór svo að Þórir felldi bæði Hall og Rauð, eldri son hans, en sættist við Hyrning, sem aldrei hafði tekið þátt í deilunum. Kona Þóris var Ingibjörg, dóttir Gils þess er nam Gilsfjörð, og var sonur þeirra Guðmundur.
Sagan er að mestu heil en þó vantar eitt blað í hana nærri endanum. Þá er til önnur útgáfa af endinum frá öðru handriti.-
- HÖFUNDUR:
- Óþekktur
- ÚTGEFIÐ:
- 2018
- BLAÐSÍÐUR:
- bls. 50